Ole Gunnar Solskjær hefur hafnað því að taka við danska landsliðinu eftir viðræður um það. Frá þessu segir Tipsbladet.
Solskjær hefur verið án starf í tvö og hálft ár eftir að hann var rekinn frá Manchester United.
Danirnir vildu ráða Solskjær til starfa en eftir nokkur samtöl ákvað sá norski að hafna starfinu.
Samkvæmt frétt Tipsbladet er Solskjær í viðræðum við lið sem er sagt vera nokkuð stórt.
Ekki er vitað hvaða lið er um að ræða en vitað er að Solskjær hefur hafnað nokkrum störfum undanfarna mánuði og viljað velja næsta kost sinn vel.
DBU har rakt ud til den norske legende Ole Gunnar Solskjær, der har takket nej til videre samtaler med det danske fodboldforbund om landstrænerjobbet. Nordmandens seneste trænerjob var som manager i Manchester United, og han er i dialog med en ny klub. https://t.co/NKrUxeSirR
— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) October 10, 2024