Logi Tómasson var hetja Íslands í kvöld sem spilaði við Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli.
Logi ræddi við 433.is eftir leik kvöldsins en hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-2 jafntefli og átti stóran þátt í því seinna.
Logi væri til í að fá það mark skráð á sig en UEFA hefur ákveðið að markið verði skráð sem sjálfsmark Danny Ward.
,,Ég er mjög sáttur. Þeir gera það sem þeir vilja, ég veit að þetta er mitt mark, ég bý til þetta mark og í mínum haus er þetta mitt mark,“ sagði Logi.
,,Ég ákvað að láta vaða og sá að hornið var opið og að varnarmaðurinn stóð fyrir markmaðurinn og ég ákvað að skjóta og boltinn fór inn. Mjög glaður að hann hafi endað inni.“
,,Það er pirrandi að vinna ekki eftir þessa baráttu og einstefnu, það er pirrandi.“