fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Einkunnir eftir magnaða endurkomu Íslands – Logi Tómasson hélt áfram að Skína

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. október 2024 20:36

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið átti magnaða endurkomu gegn Wales á heimavelli í Þjóðadeildinni í kvöld. Útlitið var ekki bjart fyrir íslenska liðið eftir fyrri hálfleikinn.

Varnarleikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik var slakur og refsuðu gestirnir með tveimur auðveldum mörkum.

Það var hins vegar allt annað að sjá íslenska liðið í seinni hálfleik, Wales fékk ekki færi og íslenska liðið sótti og sótti.

Varamaðurinn Logi Tómasson átti magnaða innkomu, hann minnkaði muninn í 1-2 með laglegu skoti. Í jöfnunarmarkinu þræddi hann sig svo í gegnum vörn Wales og skaut í markvörð Wales og þaðan í markið. Markið skráðist sem sjálfsmark á Danny Ward.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en íslenska liðið var frábært í seinni hálfleik.  Ísland er með fjögur stig í riðlinum, Wales með fimm í öðru sæti og Tyrkir efstir með sjö stig. Ísland mætir Tyrkjum á mánudag.

Einkunnir frá Laugardalsvelli eru hér að neðan.

Hákon Rafn Valdimarsson 6
Gat ekkert gert í mörkunum og gerði allt sem hann átti að gera.

Valgeir Lunddal Friðriksson 7
Komst mjög vel frá sínu, lokaði á vinstra kantmann Wales sem komst aldrei í takt.

Sverrir Ingi Ingason 6
Kom aftur inn eftir meiðsli, spurning með staðsetningu hans í fyrsta markinu en gerði þess utan vel.

Daníel Leó Grétarsson 6
Komst fínt frá sínu í dag.

Kolbeinn Birgir Finnsson (´46) 3
Hálf utan við sig í fyrsta markinu og í öðru markinu var han gjörsamlega sofandi og fékk manninn á bak við sig. Slakasti landsleikur sem hann hefur spilað

Jóhann Berg Guðmundsson (´82) 7
Spilaði boltanum vel frá sér og sá um að stýra spili liðsins.

Stefán Teitur Þórðarson 7
Kraftmikil og góð frammistaða Stefáns sem er því miður í banni í næsta leik.

Willum Þór Willumsson (´46) 4
Komst aldrei í takt við leikinn og missti boltann einu sinni á frábærum stað þegar íslenska liðið var í séns á að fá dauðafæri.

Jón Dagur Þorsteinsson 7
Líflegasti leikmaður liðsins, mistækur fyrstu mínútur leikinn en var síðan góður.

Andri Lucas Guðjohnsen 7
Kraftmikil frammistaða, hann og Orri þurfa nokkra leiki til að læra inn á hvorn annan

Orri Steinn Óskarsson 7
Öflugur í dag, vantaði svo lítið upp á að hann myndi skora

Varamenn:

Mikael Egill Ellertsson (´46) 5
Komst í tvö geggjuð færi í upphafi seinni hálfleiks en var í krummafót.

Logi Tómasson (´46) 9
Þvílík innkoma bakvarðarins, skoraði eitt glæilsegt mark til að minnka muninn í 1-2. Hann á svo annað markið skuldlaust þó það skráist sem sjálfsmark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rekinn úr starfi eftir 22 ár fyrir að styðja Palestínu en sér ekki eftir neinu

Rekinn úr starfi eftir 22 ár fyrir að styðja Palestínu en sér ekki eftir neinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dánarorsök hins 19 ára drengs opinberuð – Tók eigið líf eftir að draumurinn var úr sögunni

Dánarorsök hins 19 ára drengs opinberuð – Tók eigið líf eftir að draumurinn var úr sögunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu