Roy Keane fyrum fyrirliði Manchester United hefur gefist upp á liðinu og segir að gera þurfi miklar breytingar svo eitthvað fari að lagast.
Framtíð Erik ten Hag er í lausu lofti en svo virðist sem hollenski stjórinn fái einhvern tíma í viðbót.
„Eftir leikinn gegn Twente sem var ömurlegur leikur, þá mættu leikmenn og sögðu að þeir hefðu viljað það meira. Ég gafst upp á þeim tímapunkta,“ sagði Keane.
„Þegar þetta er það sem leikmenn segja, þá er ekki skrýtið að stjórinn sé í veseni og þá er ekki skrýtið að liðið vinni ekki marga leiki. Þetta er staðurinn sem United er á.“
Keane segir að þetta muni bara halda áfram. „Þeir vinna einhverja leiki en tapa svo nokkrum, það er enginn liðsheild þarna. Ég myndi elska að sjá hvernig kúltúrinn er í klefanum þarna. Hver er að setja kröfurnar á þá, hver hjálpar yngri leikmönnum.“
„Eru þetta alvöru eldri leikmenn sem vilja gera eitthvað eða eru þetta menn sem koma bara og segja að Twente vildi þetta meira.“