Ísland 0 – 2 Litháen
0-1 Faustas Steponavicius(’16)
0-2 Romualdas Jansonas(’31)
Íslenska u21 landsliðið þurfti að sætta sig við gríðarlega óvænt tap í undankeppni EM í kvöld.
Leikið var við U21 landslið Litháen hér heima og var búist við nokkuð þægilegum íslenskum sigri.
Litháen gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 útisigur og fékk sín fyrstu þrjú stig í riðlakeppninni eftir sex leiki.
Ísland er í þriðja sæti riðilsins með níu stig og er fimm stigum á eftir Wales og Dönum sem eru í fyrsta og öðru sæti.
Því miður þýða úrslitin það að Ísland er ekki á leið á lokakeppni EM.