fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Ræddi við Mbappe og ákvað velja hann ekki

Victor Pálsson
Föstudaginn 4. október 2024 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart þegar Kylian Mbappe var ekki valinn í franska landsliðshópinn í vikunni.

Mbappe er leikmaður Real Madrid en hann er einn mikilvægasti leikmaður Frakklands sem á verkefni framundan í Þjóðadeildinni.

Mbappe spilaði fyrir aðeins nokkrum dögum gegn Lille í Meistaradeildinni en hans menn töpuðu viðureigninni 1-0.

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, segir að Mbappe sé lítillega meiddur en margir efast um þessi ummæli.

Margir telja að Mbappe sé einfaldlega að taka sér frí frá landsliðinu í þetta skipti og mæti í kjölfarið sterkari til leiks með félagsliði sínu eftir hlé.

,,Ég ræddi við Kylian um stöðuna. Hann mun spila á laugardaginn og auðvitað eru spurningar,“ sagði Deschamps.

,,Hann er að glíma við ákveðið vandamál sem er ekki alvarlegt en hann þarf á aðhlynningu að halda. Ég ætla ekki að taka neina áhættu. Það er ástæðan fyrir fjarveru Kylian.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum