fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Ræddi við Mbappe og ákvað velja hann ekki

Victor Pálsson
Föstudaginn 4. október 2024 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart þegar Kylian Mbappe var ekki valinn í franska landsliðshópinn í vikunni.

Mbappe er leikmaður Real Madrid en hann er einn mikilvægasti leikmaður Frakklands sem á verkefni framundan í Þjóðadeildinni.

Mbappe spilaði fyrir aðeins nokkrum dögum gegn Lille í Meistaradeildinni en hans menn töpuðu viðureigninni 1-0.

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, segir að Mbappe sé lítillega meiddur en margir efast um þessi ummæli.

Margir telja að Mbappe sé einfaldlega að taka sér frí frá landsliðinu í þetta skipti og mæti í kjölfarið sterkari til leiks með félagsliði sínu eftir hlé.

,,Ég ræddi við Kylian um stöðuna. Hann mun spila á laugardaginn og auðvitað eru spurningar,“ sagði Deschamps.

,,Hann er að glíma við ákveðið vandamál sem er ekki alvarlegt en hann þarf á aðhlynningu að halda. Ég ætla ekki að taka neina áhættu. Það er ástæðan fyrir fjarveru Kylian.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Markalaust í Eyjum

Besta deildin: Markalaust í Eyjum
433Sport
Í gær

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið