fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Vangaveltur um framtíð Ísaks og kenningu fleygt fram – „Þetta er bara gisk“

433
Laugardaginn 28. september 2024 09:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson og Tómas Steindórsson voru gestir þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Það var að sjálfsögðu rætt um toppbaráttuna í Bestu deild karla í þættinum en þar eru Blikar til alls líklegir. Gunnar telur að einn maður hafi þar mikið að segja.

„Innkoma Ísak Snæs, ég fer ekkert ofan af því að mér finnst hann vera besti leikmaðurinn í þessari deild,“ sagði hann, en Ísak kom á láni frá norska liðinu Rosenborg.

video
play-sharp-fill

Í kjölfarið fóru af stað vangaveltur um framtíð Ísaks, sem á að snúa aftur til Noregs í vetur.

„Hann ákveður að fara ekki til baka úr láninu sínu (í sumar), þeir eru væntanlega ekkert allt of sáttir við það,“ sagði Helgi.

„Ég sé hann ekki spila aftur fyrir Rosenborg. Það er algjört gisk en eins og þú varst að koma inn á held ég að ef báður aðilar hefðu viljað láta þetta ganga upp þá hefðu þeir kallað hann til baka í sumar,“ sagði Gunnar þá.

Tómas tók í svipaðan streng.

„Hann var ekki keyptur sem einhver ungur og efnilegur leikmaður, hann var bara keyptur til að spila,“ sagði hann, áður en Gunnar tók til máls á ný.

„Mér finnst eins og honum líði best í Breiðablik. Hvað skiptir máli þegar ferlinum er lokið? Ég held það sé bara svo mikilvægt að líða vel. Eflaust fær hann einhver tilboð en tilfinningin núna er að hann verði áfram í Breiðablik, en þetta er bara gisk út í loftið.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: KR fékk á sig fjögur og tapaði í Mosfellsbæ

Besta deildin: KR fékk á sig fjögur og tapaði í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sendur til Frakklands og var valinn besti leikmaður tímabilsins

Sendur til Frakklands og var valinn besti leikmaður tímabilsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lengjudeildin: Gabríel með þrennu í frábærum sigri á Akureyri

Lengjudeildin: Gabríel með þrennu í frábærum sigri á Akureyri
433Sport
Í gær

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?
433Sport
Í gær

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“
Hide picture