fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Óvæntir orðrómar í kringum Arnar – „Ég veit ekki hvaðan þetta kom“

433
Laugardaginn 28. september 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson og Tómas Steindórsson voru gestir þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var heldur óvænt orðaður við skoska liðið Hearts á dögunum en það er þó ansi ólíklegt að hann taki skrefið þangað nú.

„Ég veit ekki hvaðan þetta kom. Kannski þegar Valur spilaði við St. Mirren í sumar, þeir hafi farið að orða besta þjálfarann héðan þangað út. En ég veit ekki hversu spennandi Hearts er,“ sagði Hrafnkell um málið í þættinum.

video
play-sharp-fill

Arnar var sterklega orðaður við Norrköping eftir síðustu leiktíð en Gunnar hélt í kjölfarið að fleiri félög yrðu á eftir honum.

„Það hefur komið manni á óvart hvað hefur lítið verið af einhverjum alvöru orðrómum í kringum Arnar. Það til dæmis virtist enginn frá Lyngby heyra í honum eða Víkingum þegar þeir voru að leita að þjálfara.

En það vita allir hversu góður þjálfari hann er og ef hann langar virkilega út, þá fær hann bróður sinn til að setja hjólinn af stað og koma sér eitthvað erlendis,“ sagði Gunnar.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
Hide picture