Manchester City hefur staðfest að Rodri sé meiddur á hné en um sé að ræða meiðsli á liðböndum en ekki slitið krossband.
Það þarf ekki að vera að tímabilið sé úr söguni fyrir Rodri miðjumann Manchester City sem verður þó lengi frá.
Rodri meiddist á hné í leik gegn Arsenal á sunnudag þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli.
Rodri var flogið beint til Spánar þar sem hann hitti Dr. Cugat í Barcelona, það er eini læknirinn sem Pep Guardiola treystir.
Cugat hefur skoðað Rodri síðustu daga og mun framkvæma aðgerð á honum til að reyna að laga meiðslin.