fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Belgarnir saka Frey um að ljúga til um veikndi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. september 2024 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Het Laatste Nieuws í Belgíu segir að Freyr Alexandersson hafi farið til Cardiff í síðustu viku til að ræða við forráðamenn félagsins um að taka við þjálfun liðsins. Freyr var í gær orðaður við starfið í ensku Championship deildinni.

Blaðið segir einnig að Freyr hafi logið að leikmönnum sínum að hann væri veikur og kæmi ekki á æfingu dagsins. Á sama tíma á hann að hafa farið til Wales og rætt við Cardiff.

Freyr hefur í níu mánuði stýrt Kortrijk í Belgíu með góðum árangri. Hann var nálægt því að taka við Union St Gallen í sumar en Het Laatste Nieuws segir ástæðu þess vera að það hafi ekki gengið upp að Freyr tæki aðstoðarþjálfara sinn með sér.

Breska ríkisútvarpið segir að Freyr sé einn þeirra sem okmi til greina sem næsti stjóri Cardiff City í Championship deildinni. Erol Bulut var rekinn úr starfi og er liðið að leita að þjálfara.

Freyr hefur áður verið nefndur til sögunnar sem næsti stjóri Cardiff og fyrir því er góð og gild ástæða. Vincent Tan eigandi Cardiff er einnig eigandi Kortrijk þar sem Freyr hefur starfað síðustu níu mánuði og gert vel.

Það væri því leikur einn fyrir Tan að fá Frey til að taka við en Freyr hætti með Lyngby í upphafi árs til að taka við Kortrijk.

Cardiff er á botni B-deildarinnar í Englandi en Freyr ásamt nokkrum öðrum virðast koma til greina sem næsti stjóri liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok