fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Bakkar upp vin sinn Heimi – „Það er ekkert kjaftæði í kringum hann“

433
Sunnudaginn 15. september 2024 18:35

Heimir Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is, en þættirnir koma út vikulega í mynd og á hlaðvarpsveitum.

Það var farið um víðan völl í þættinum og meðal annars rætt um írska landsliðið undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, sem Emil þekkir vel frá tímanum með íslenska landsliðinu.

video
play-sharp-fill

Heimir stýrði Írlandi í fyrstu leikjunum á dögunum, 0-2 töp gegn Englandi og Grikkjum í Þjóðadeildinni. Eitthvað hefur verið um gagnrýni frá fjölmiðlum og stuðningsmönnum í kjölfarið en Emil segir Heimi þurfa tíma.

„Pressan þarna er létt rugluð. Þetta eru tveir leikir og annar á móti Englandi. Heimir er nýtekinn við. Hann hefur gert þetta áður. Hann þarf smá meiri tíma og ef einhver getur snúið þessu við hjá þeim er það Heimir,“ sagði hann.

„Hann er góður maður á mann og á hópinn. Það er ekkert kjaftæði í kringum hann. Ég er spenntur fyrir því að sjá hann snúa þessu við. Þú getur ekkert gert það á nokkrum dögum eftir að þú tekur við.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu
433Sport
Í gær

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
Hide picture