Galatasaray í Tyrklandi hefur áhuga á því að kaupa Jorginho miðjumann Arsenal á næstu dögum.
Félagaskiptaglugginn í Tyrklandi er enn opinn og því geta félög þar haldið áfram að versla.
Galatasaray reyndi að fá Casemiro frá Manchester United í síðustu viku en tókst ekki.
Jorginho á ár eftir af samningi sínum við Arsenal og verður líklega í litlu hlutverk í ár með komu Mikel Merino.
Galatasaray vill skoða það hvort hægt sé að fá Jorginho áður en glugginn lokar en hann er 32 ára gamall.