Manuel Ugarte vill koma með titla fyrir stuðningsmenn Manchester United eftir að hafa samið í sumarglugganum.
Ugarte kom til United frá PSG undir lok síðasta mánuðar og á að spila lykilhlutverk á miðju liðsins.
Stuðningsmenn United eru afskaplega spenntir fyrir Ugarte sem er sjálfur í skýjunum með félagaskiptin.
,,Ég er gríðarlega spenntur. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, þessir stuðningsmenn Manchester United, því um leið og fréttirnar bárust þá hafa þeir sent mér skilaboð,“ sagði Ugarte.
,,Ég sé þessi skilaboð út um allt. Að mínu mati eiga hörðustu stuðningsmenn, alvöru stuðningsmenn United skilið að vinna titla og það er það sem við viljum.“