

Victor Osimhen mun ekki spila með Napoli í vetur en hann var ekki skráður í leikmannahóp liðsins fyrir komandi verkefni.
Osimhen reyndi og reyndi að komast burt í sumar en bæði Chelsea og Al Ahli sýndu mikinn áhuga.
Ekkert varð úr þeim skiptum að lokum en Osimhen getur enn fært sig til annars félags í Sádi fyrir 3. september eða þá haldið til Tyrklands.
Ekki nóg með þessi vandræði heldur hefur Napoli tekið treyjunúmerið af Osimhen en hann var nía félagsins.
Osimhen er án númers þessa stundina en Romelu Lukaku tekur við af honum eftir komu frá Chelsea.