

Sergio Ramos, goðsögn Real Madrid, á risastórt treyjusafn en hann hefur verið duglegur að safna í gegnum tíðina.
Ramos er í því að láta leikmenn árita treyjurnar og fékk enn eina gjöfina í gær er hann hitti fyrrum liðsfélaga sinn Toni Kroos.
Kroos afhenti Ramos áritaða landsliðstreyju Þýskalands með sínu nafni en sá fyrrnefndi hefur lagt skóna á hilluna.
Á móti þá fékk Kroos einnig treyju frá Ramos en þeir léku lengi vel saman með Real og náðu stórkostlegum árangri.
,,Sem leikmaður, tía, sem manneskja, 11. Takk bróðir,“ skrifaði Ramos við færslu sína á Instagram sem má sjá hér.
View this post on Instagram