

Arsenal þarf ekki einu sinni að borga helming launa Raheem Sterling samkvæmt heimildum Athletic.
Sterling gekk í raðir Arsenal í sumarglugganum á láni frá Chelsea og mun spila þar út tímabilið.
Sterling er á risalaunum hjá Chelsea og var Arsenal alls ekki til í að borga 350 þúsund pund á viku.
Athletic segir að Arsenal þurfi að borga minna en helming launa leikmannsins en Chelsea sér um að borga restina.
Sterling er einn launahæsti leikmaður Chelsea en hann var ekki inni í myndinni hjá Enzo Maresca, stjóra liðsins.
Chelsea lætur önnur félög nánast ef ekki alltaf borga meira en helming eða þá öll laun leikmanna sem eru lánaðir en í þessu tilfelli slapp Arsenal heldur betur vel.