

Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, ákvað að skemmta sér aðeins á lokadegi félagaskiptagluggans í gær.
Saka var staddur á æfingu með Arsenal um morguninn er hann sá blaðamanninn Gary Cotterill á svæðinu.
Cotterill sá um að fjalla um öll helstu félagaskipti gærdagsins ásamt öðrum blaðamönnum Sky Sports.
Vanalega eru það blaðamenn sem eru forvitnir en Saka var sá forvitni í gær og vildi vita hver væri á leiðinni till.
,,Hvern erum við að kaupa?“ spurði Saka en Arsenal samdi að lokum við Raheem Sterling á láni frá Chelsea.