

Einn af nýju mönnum Arsenal, Mikel Merino, verður ekki með liðinu næstu vikurnar en hann er meiddur.
Þetta hefur Mikel Arteta, stjóri Arsenal, staðfest en Merino kom til Arsenal í sumarglugganum frá Real Sociedad.
Spánverjinn fékk enga draumabyrjun en hann er meiddir á öxl og er ekki leikfær næstu vikurnar.
,,Þetta er leiðinlegt. Hann er að glíma við meiðsli á öxl og það er útlit fyrir að hann verði frá ó nokkrar vikur,“ sagði Arteta.
,,Hann lenti í grasinu og Gabi [Gabriel] lenti ofan á honum, hann er líklega brákaður.“