
Raheem Sterling er mættur í læknisskoðun hjá Arsenal og er að ganga í raðir félagsins rétt fyrir gluggalok. Helstu miðlar segja frá.
Kantmaðurinn kemur á láni frá Chelsea, þar sem hann hefur algjörlega verið úti í kuldanum hjá Enzo Maresca.
Sterling vildi fara en aðeins innan London og hefur það nú gengið eftir með skiptum til Arsenal.
Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum áður en skiptin ganga í gegn.