
Jadon Sancho er á leið til Chelsea frá Manchester United. Helstu miðlar ytra greina frá þessu.
Enski kantmaðurinn er ekki inni í myndinni á Old Trafford og fer nú á Stamford Bridge á láni, en ber Chelsea skylda að kaupa hann næsta sumar.
Sancho langaði í nýja áskorun og ætti að fá mun stærra hlutverk þar en undir stjórn Erik ten Hag hjá United.