
Orri Steinn Óskarsson er í flugi á leið til Spánar ásamt umboðsmanni sínum, Magnúsi Agnari Magnússyni, þar sem hann mun ganga í raðir Real Sociedad.
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og er Sociedad að kaupa Orra af FC Kaupmannahöfn á 20 milljónir evra. Fabrizio Romano birti mynd af Orra og Magnúsi í flugi á leið til Spánar fyrir skömmu.
Landsliðsframherjinn hefur verið gríðarlega eftirsótur undanfarið og einnig orðaður við Porto og Manchester City. Hann er hins vegar á leið til Spánar.
Orri hefur byrjað tímabilið í Danmörku frábærlega en heldur nú í mun stærri deild.
🔵⚪️🛩️ Orri Oskarsson and his agent Magnus Magnússon on their way to Spain to join Real Sociedad. pic.twitter.com/eYLSVvt5Do
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2024