
Orri Steinn Óskarsson er á leið til Real Sociedad samkvæmt Fabrizio Romano.
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og er Sociedad að kaupa Orra af FC Kaupmannahöfn á 20 milljónir evra.
Landsliðsframherjinn hefur verið gríðarlega eftirsótur undanfarið og einnig orðaður við Porto og Manchester City. Hann er hins vegar að öllum líkindum að fara til Spánar.
Orri hefur byrjað tímabilið í Danmörku frábærlega en heldur nú í mun stærri deild.
🚨🔵⚪️ Orri Óskarsson set to join Real Sociedad for €20m package, deal in place. pic.twitter.com/8lXod0ki8K
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2024