Mikel Arteta, stjóri Arsenal, skoðar það nú að styrkja sína fremstu víglínu og horfir til Kingsley Coman hjá Bayern Munchen ef marka má fréttir í dag.
Hinn 28 ára gamli Coman er fáanlegur fyrir gluggalok á morgun, en hann hefur verið sterklega orðaður við sádiarabíska félagið Al-Hilal.
Talið er að hann kosti rúmar 40 milljónir punda en sé einnig fáanlegur á láni til að byrja með. Daily Mail segir Arsenal skoða þann möguleika.
Coman á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Bayern, en hann þénar þar um 300 þúsund pund á viku.