
Markvörðurinn Wojciech Szczesny hefur lagt skóna á hilluna. Frá þessu greindi hann nú rétt í þessu.
Hinn 34 ára gamli Szczesny var síðast á mála hjá Juventus en hann spilaði einnig lengi hjá Arsenal.
„Ég fór frá heimabog minni Varsjá 2006 til Arsenal með það að markmiði að lifa á knattspyrnunni. Þá vissi ég ekki að þetta yrði besta ferðalag lífs míns. Ég vissi ekki að ég myndi fá að spila fyrir bestu félög heims og spila 84 sinnum fyrir þjóð mína,“ segir Szczesny meðal annars í tilkynningu sinni.
„Ég gaf þessum leik allt í 18 ár, engar afsakanir. Líkami minn í dag er klár í nýjar áskoranir en hjartað mitt er ekki þar lengur. Nú langar mig að einbeita mér að fjölskyldu minni, mögnuðu eiginkonu minni og fallegu börnunum okkar.“
View this post on Instagram