

Kim Kardashian virðist elska fótbolta og heimsækir hún reglulega heimavelli stórliða um allan heim. Á dögunum heimsótti hún æfingasvæði Real Madrid og hitti þar fyrir stórstjörnur félagsins.
Kim var þarna mætt ásamt 8 ára syni sínum, Saint. Hann virtist spenntastur fyrir að hitta Jude Bellingham og fékk hann til að árita treyjuna sína.
Einnig mátti sjá myndir af þeim frá heimsókinni með mönnum eins og David Alaba, Eduardo Camavinga og Vinicius Junior.
Kim og Bellingam þekkjast vel en hann er andlit nærfatalínu hennar, Skims.
Kim var svo mætt að sjá sigur Real Madrid á Valladolid í gær.
Hér að neðan má sjá myndir frá heimsókn hennar á dögunum.



