
Mats Hummels er að ganga í raðir spænska félagsins Real Sociedad.
Hinn 35 ára gamli Hummels hefur verið án félags síðan samningur hans við Dortmund rann út snemma sumars. Nú er hann að ná samkomulagi við Sociedad.
Hummels hefur aðeins spilað fyrir Bayern Munchen og Dortmund á ferlinum. Á hann að baki sex Þýskalandsmeistaratitla.
Þá á hann að baki 78 A-landsleiki fyrir hönd Þýskalands. Varð hann heimsmeistari með liðinu árið 2014.
🚨⚪️🔵 Real Sociedad are closing in on Mats Hummels deal!
Formal proposal already sent and expected to be accepted, final details being sorted with Real Sociedad confident to get the green light and announce Hummels. pic.twitter.com/rZBMgxQRLf
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 26, 2024