fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Hólmbert Aron á barmi þess að semja við Preußen Münster

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. ágúst 2024 15:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is er Hólmbert Aron Friðjónsson komin langt í viðræðum við SC Preußen Münster í Þýskalandi.

Hólmbert er án félags eftir að hafa yfirgefið Holstein Kiel í sumar þegar samningur hans tók enda.

SC Preußen Münster leikur í næst efstu deild Þýskalands en þar var Hólmbert einnig með Holstein Kiel og gerði vel.

Framherjinn stóri og stæðilegi hefur skoðað kosti sína í sumar en er nú langt komin með það að ganga í raðir SC Preußen Münster.

Hólmbert var orðaður við KR og Víking hér á landi en hafði ekki áhuga á því að koma heima á þessum tímapunkti.

Hólmbert er 31 árs gamall en hann var hjá Holstein Kiel í þrjú ár en áður var hann hjá Brescia á Ítalíu en hann hefur einnig leikið í Skotlandi, Danmörku og Noregi á ferli sínum.

Íslendingum í þessari sterku deild er því að fjölga því Jón Dagur Þorsteinsson er mættur til Berlin og mun ganga í raðir Hertha Berlin á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Í gær

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool