

Valur 3 – 1 Vestri
0-1 Gunnar Jónas Hauksson(’11)
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson(’32)
2-1 Jónatan Ingi Jónsson(’68)
3-1 Patrick Pedersen(’93)
Valur var ekki of sannfærandi gegn Vestra í Bestu deild karla í kvöld en fyrsta leik sunnudags er nú lokið.
Vestri spilaði manni færri nánast allan leikinn en Gustav Kjeldsen var rekinn af velli eftir aðeins sex mínútur.
Þrátt fyrir það komust gestirnir yfir en Gunnar Jónas Hauksson skoraði mark aðeins fimm mínútum seinna.
Valur náði þó að tryggja sér sigur að lokum og hafði betur 3-1 og er enn í þriðja sæti eftir 20 leiki.
Það má bæta við að Valur hafi verið mun betri aðilinn í leiknum en hefði klárlega átt að skora fleiri mörk í viðureigninni.