

Það voru svo sannarlega markaleikir í boði í Lengjudeild karla í dag en fjórar viðureignir fóru fram.
Leiknir Reykjavík burstaði Þór 5-1 á heimavelli og er nú átta stigum frá fallsæti þegar 19 umferðir eru búnar.
Aðal markaleikurinn var þó á Dalvík en þar fengu heimamenn lið Grindavíkur í heimsókn og komust yfir snemma leiks.
Grindavík jafnaði metin fyrir leikhlé og var staðan jöfn eftir 45 mínútur en það átti eftir að breytast.
Grindavík skoraði sex mörk í seinni hálfleik og vann að lokum 7-1 sigur – ótrúleg úrslit á þessum ágæta laugardegi.
ÍBV missteig sig þá í toppbaráttunni en liðið tapaði 3-2 heima gegn Aftureldingu.
Leiknir R. 5 – 1 Þór
1-0 Shkelzen Veseli
2-0 Róbert Hauksson
2-1 Sigfús Fannar Gunnarsson
3-1 Shkelzen Veseli
4-1 Róbert Quental Árnason
5-1 Róbert Quental Árnason
Dalvík/Reynir 1 – 7 Grindavík
1-0 Áki Sölvason
1-1 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
1-2 Ion Perelló Machi
1-3 Sigurjón Rúnarsson
1-4 Adam Árni Róbertsson
1-5 Daniel Ndi
1-6 Adam Árni Róbertsson
1-7 Kristófer Konráðsson
Þróttur R. 3 – 2 Keflavík
1-0 Liam Daði Jeffs
1-1 Axel Ingi Jóhannesson
2-1 Emil Skúli Einarsson
2-2 Mihael Mladen
3-2 Sigurður Steinar Björnsson
ÍBV 2 – 3 Afturelding
1-0 Vicente Valor
1-1 Elmar Kári Enesson Cogic
2-1 Oliver Heiðarsson
2-2 Georg Bjarnason
2-3 Arnór Gauti Ragnarsson