

Manchester City vann sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti nýliðum Ipswich.
Ipswich kom mörgum á óvart og komst yfir í leiknum en það tók liðið aðeins sjö mínútur.
Ekki löngu seinna var staðan orðin 3-1 fyrir heimaliðinu en Erling Haaland skoraði tvö og eitt af vítapunktinum.
Haaland átti eftir að bæta við þriðja markinu fyrir lok leiksins og lokatölur 4-1 fyrir meisturunum.
Tottenham vann þá sannfærandi sigur 4-0 heima gegn Everton þar sem Son Heung Min skoraði tvennu.
Hér má sjá öll úrslit dagsins.
Manchester City 4 – 1 Ipswich
0-1 Sammie Szmodics(‘7)
1-1 Erling Haaland(’11, víti)
2-1 Kevin de Bruyne(’14)
3-1 Erling Haaland(’15)
4-1 Erling Haaland(’88)
Tottenham 4 – 0 Everton
1-0 Yves Bissouma(’14)
2-0 Son Heung Min(’25)
3-0 Cristian Romero(’71)
4-0 Son Heung Min(’77)
Crystal Palace 0 – 2 West Ham
0-1 Tomas Soucek(’67)
0-2 Jarrod Bowen(’72)
Fulham 2 – 1 Leicester
1-0 Emile Smith Rowe(’18)
1-1 Wout Faes(’38)
2-1 Alex Iwobi(’70)
Southampton 0 – 1 Nott. Forest
0-1 Morgan Gibbs-White(’70)