

Aston Villa 0 – 2 Arsenal
0-1 Leandro Trossard(’67)
0-2 Thomas Partey(’77)
Arsenal vann gríðarlega góðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Aston Villa á útivelli.
Villa var heilt yfir alls ekki verri aðilinn í leiknum og fékk fjölmörg tækifæri til að skora á mark gestanna.
Það voru þó Arsenal-menn sem fögnuðu sigri en liðið hafði betur 2-0 með mörkum í seinni hálfleik.
Leandro Trossard og Thomas Partey sáu um að skora mörk Arsenal sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.