fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Zaha gæti verið að snúa aftur til Englands

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. ágúst 2024 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wolves skoðar nú þann möguleika að fá til sín Wilfried Zaha áður en félagaskiptaglugganum lokar ef marka má ensku götublöðin.

Zaha er á mála hjá Galatasaray, en hann fór þangað í fyrra eftir að hafa verið aðalmaðurinn hjá Crystal Palace í áraraðir.

Svo virðist sem kantmaðurinn sé ekki inni í myndinni hjá tyrknesku meisturunum og hefur hann mikið verið orðaður við ensku úrvalsdeildina undanfarið. Þar á meðal eru Leicester, Everton og hans fyrrum félag Palace.

Nú er hins vegar sagt að Wolves gæti reynt að fá hann til að fylla skarð Pedro Neto, sem gekk í raðir Chelsea nýlega.

Ef skiptin ganga eftir myndi Zaha líklega koma á láni til Wolves til að byrja með, með kaupmöguleika eftir eitt tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur