Norræna dómararáðstefnan, sem haldin er annað hvert ár, er að þessu sinni haldin á Íslandi.
Ráðstefnan fer fram núna um helgina, 23. – 25. ágúst, á Laugardalsvelli. Síðast var ráðstefnan haldin í Finnlandi árið 2022.
Ráðstefnuna sitja fulltrúar úr dómaranefndum allra Norðurlandanna, auk fulltrúa Norðurlandanna í dómaranefndum FIFA og UEFA.
Á dagskrá fundarins má finna erindi er snúa að hinum ýmsu þáttum og þróun dómsgæslu.