
Jude Bellingham, stjarna Real Madrid, verður frá vegna meiðsla í tæpan mánuð samkvæmt nýjustu fréttum.
Bellingham meiddist á æfingu Real Madrid og missir hann af næstu þremur leikjum liðsins, sem og landsleikjum Englands gegn Írlandi og Finnlandi í næsta mánuði.
Bellingham er algjör lykilmaður hjá bæði Real Madrid og enska landsliðinu, en bæði þurfa að sætta sig við að vera án hans í komandi leikjum.
Komandi landsliekir Englands verða þeir fyrstu síðan Gareth Southgate sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari eftir tap gegn Spánverjum í úrslitaleik EM í sumar. Lee Carsley tók við til bráðabirgða og stýrir leikjunum.