

Víkingur R. 5 – 0 Santa Coloma
1-0 Nikolaj Hansen(’29)
2-0 Valdimar Þór Ingimundarson(’52, víti)
3-0 Gunnat Vatnhamar(’66)
4-0 Valdimar Þór Ingimundarson(’75)
5-0 Nikolaj Hansen(’90)
Víkingur valtaði yfir lið Santa Coloma í Sambandsdeildinni í kvöld en liðin áttust við á Víkingsvelli.
Um var að ræða fyrri leik liðanna af tveimur og höfðu þeir íslensku betur sannfærandi 5-0.
Valdimar Þór Ingimundarson og Nikolaj Hansen gerðu tvennu fyrir meistarana sem voru miklu sterkari aðilinn.
Christian Garcia fékk rautt sjald hjá gestunum á 45. mínútu og útlitið afskaplega svart eftir það.
Víkingur klikkaði á tveimur vítaspyrnum í leiknum en það gerðu bæði Aron Elís Þrándarson og Valdimar.