

Rodri, leikmaður Manchester City, er ekki á því máli að þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi séu bestu leikmenn sögunnar.
Það val kemur mörgum á óvart en Rodri var spurður út í sína skoðun á verðlaunaafhendingu PFA í gær.
Rodri valdi frekar Kevin de Bruyne, liðsfélaga sinn hjá City, en hann hefur lengi verið einn besti miðjumaður heims.
Belginn hefur verið lykilmaður City í mörg ár en hann og Rodri ná vel saman á miðju liðsins.
Flestir eru á þeirri skoðun að Messi eða Ronaldo séu bestu leikmenn sögunnar en Spánverjinn er með aðra skoðun.