
Armando Broja er að ganga í raðir Ipswich á láni frá Chelsea. Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag.
Félögin náðu saman í gær, en Ipswich ber skylda að kaupa framherjann ef nýliðarnir halda sér uppi í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Kaupverðið yrði í því tilfelli 30 milljónir punda.
Hinn 22 ára gamli Broja er fæddur á Englandi og kom upp í gegnum unglingastarf Chelsea. Hann spilar þó fyrir landslið Albaníu. Hann var á láni hjá Fulham seinni hluta síðustu leiktíðar.
🔵🚜 Armando Broja, completing medical tests at Ipswich Town today after deal agreed with Chelsea on Tuesday.
Loan with obligation to buy if #ITFC won't get relegated, package in excess of £30m as revealed yesterday.
Broja, set to sign before lunch time. pic.twitter.com/jFQPm9zN1n
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 21, 2024