

Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, er ákveðinn í að bæta sig sem fyrst og vill standast allar væntingar á þessu tímaibli.
Daily Mail segir að Garnacho sé að taka aukaæfingar til að bæta sig eftir leik United við Fulham síðasta föstudag.
Argentínumaðurinn klikkaði þar á dauðafæri í 1-0 sigri United en hann hefði átt að gulltryggja sigurinn fyrir framan opnu marki.
Garnacho ætlar að gefa allt í sölurnar til að bæta færanýtinguna fyrir komandi verkefni en næsti leikur United er gegn Brighton.
Um er að ræða 20 ára gamlan strák sem hefur skorað 16 mörk í 88 deildarleikjum fyrir United.