

Miðjumaðurinn öflugi Ilkay Gundogan hefur lagt landsliðsskóna á hilluna eftir 13 ára farsælan feril með sinni þjóð.
Gundogan hefur sjálfur staðfest þessar fregnir en hann er 33 ára gamall íd ag og leikur með Barcelona.
Þjóðverjinn hefur verið í fréttum undanfarið en Barcelona ku vera að reyna að losna við hann í sumarglugganum.
Gundogan spilaði 82 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði 19 mörk en hans fyrsti landsleikur kom árið 2011.
Möguleiki er á að Gundogan sé á leið aftur til Englands til að endursemja við Manchester City þar sem hann lék í sjö ár.