

Það eru ágætis líkur á að Cristiano Ronaldo snúi aftur til Manchester United í framtíðinni en þetta segir Louis Saha.
Saha er fyrrum leikmaður United og samherji Ronaldo en sá síðarnefndi er 39 ára gamall og leikur í Sádi Arabíu.
Litlar líkur eru á að Ronaldo snúi aftur sem leikmaður en gæti tekið að sér þjálfarstarf í framtíðinni að sögn Saha.
Ronaldo fer bráðlega að leggja skóna á hilluna og er Al-Nassr líklega hans síðasta félagslið.
,,Cristiano Ronaldo er með metnaðinn og ástríðuna í að snúa aftur til Manchester United, hann gæti komið inn sem þjálfari eða jafnvel knattspyrnustjóri,“ sagði Saha.
,,Seinni dvöl hans hjá félaginu endaði ekki eins og margir vonuðust eftir og þið getið séð af hverju það pirraði hann. Félagið var á öðrum stað en áður fyrr og sama ástríðan var ekki til staðar hjá yngri leikmönnum.“