

FH 2 – 2 Valur
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson(’18)
1-1 Sigurður Bjartur Hallsson(’88)
1-2 Kristinn Freyr Sigurðsson(’94)
2-2 Björn Daníel Sverrisson(’97)
Dramatíkin var hreint ótrúleg í Bestu deildar leik FH og Vals í kvöld en um var að ræða einn af þremur leikjum.
Tveir leikir eru í gangi þessa stundina en Breiðablik spilar við Fram og Víkingur fær ÍA í heimsókn.
Leikur kvöldsins byrjaði með marki frá Tryggva Hrafni Haraldssyni en hann kom boltanum í netið fyrir Val á 18. mínútu.
Undir lok leiks jafnaði Sigurður Bjartur Hallsson metin fyrir FH og stefndi allt í jafntefli.
Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði svo annað mark Vals á 94. mínútu og allt benti til þess að Valur myndi fagna þremur stigum.
Björn Daníel Sverrisson tryggði FH hins vegar stig á 97.mínútu og lokatölur í ótrúlegum lei, 2-2.