

Víkingur og Breiðablik eru nú með jafnmörg stig í Bestu deild karla eftir þá tvo leiki sem fóru fram í kvöld.
Víkingur tapaði mjög óvænt á heimavelli en ÍA kom í heimsókn og hafði betur með tveimur mörkum gegn einu.
Víkingar komust yfir í viðureigninni en Ingi Þór Sigurðsson og Viktor Jónsson tryggðu gestunum sigurinn.
Blikar fengu Fram í heimsókn á sama tíma og fögnuðu nokkuð þægilegum 3-1 heimasigri.
Víkingur R. 1 – 2 ÍA
1-0 Valdimar Þór Ingimundarson(‘6)
1-1 Ingi Þór Sigurðsson(‘9)
1-2 Viktor Jónsson(’38)
Breiðablik 3 – 1 Fram
1-0 Damir Muminovic(’20)
1-1 Magnús Þórðarson(’31)
2-1 Ísak Snær Þorvaldsson(’56)
3-1 Patrik Johannesen(’67)