fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Tíu Fylkismenn skelltu HK á botn Bestu deildarinnar

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 21:09

Rúnar Páll og hans menn lönduðu fyrsta sigrinum. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu leikmenn Fylkis unnu góðan sigur á HK í Kórnum í kvöld, eftir að hafa lent manni undir skoraði Fylkir í tvígang.

Staðan var markalaus í hálfleik í bragðdaufum leik.

Halldór Jón Sigurður Þórðarson lét reka sig af velli eftir rúmlega 50 mínútna leik en hann fór þá í andlitið á leikmanni HK.

Þetta kveikti á Fylki sem komst yfir á 76 mínútu þegar Emil Ásmundsson kom Fylki yfir. Þóroddur Víkingsson tryggði svo sigurinn tíu mínútum síðar.

Fylkir fer með sigrinum af botni deildarinnar og skellir HK þangað en Fylkir er með 16 stig og er stigi á eftir Vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool