

Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, mun þjálfa lið Borussia Dortmund þann 7. september í kveðjuleik.
Frá þessu hefur verið greint en Klopp ákvað að yfirgefa Liverpool í fyrra eftir að hafa verið þjálfari liðsins frá 2015.
Klopp ætlar að taka sér dágóða pásu frá fótbolta en samþykkti að þjálfa Dortmund í kveðjuleik tveggja leikmanna.
Lukasz Piszczek og Jakub Blaszcykowski fá þar að kveðja stuðningsmenn Dortmund en þeir léku með félaginu við góðan orðstír um tíma.
Klopp ákvað sjálfur að slá til og tekur þátt en hann vann með báðum leikmönnum á sínum tíma á Signal Iduna Park.