

Stjarnan heimsótti KA í bestu deild karla í kvöld en liðin skildu jöfn 1-1, jafntefli gerir lítið fyrir bæði lið sem reyna að ná í efstu sex sætin til að komast í efra umspilið.
Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir snemma leiks en sóknarmaðurinn geðþekki gerði vel í markinu.
Eftir hálftíma leik fékk Stjarnan vítaspyrnu en Kári Gautason braut þá á Hauki Erni Brink innan teigs. Jóhann Árni Gunnarsson fór á punktinn og skoraði.
Leikurinn var nokkuð opinn eftir þetta en hvorugu liðinu tókst að skora og lokastaðan því 1-1 jafntefli.
Stjarnan situr í sjöunda sæti með 25 stig en KA er sæti neðar með stigi minna.