

Chelsea 0 – 2 Manchester City
0-1 Erling Haaland(’18)
0-2 Mateo Kovacic(’84)
Chelsea tapaði fyrsta deildarleik sínum á tímabilinu í dag en fyrsta umferð deildarinnar hófst á föstudag.
Englandsmeistararnir í Manchester City mættu í heimsókn og höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu.
Leikurinn var heilt yfir nokkuð jafn en einstaklingsgæði leikmanna City gerðu gæfumuninn að þessu sinni.
Erling Haaland skoraði fyrra mark meistarana á 18. mínútu en Mateo Kovacic bætti svo við öðru með langskoti á 84. mínútu.
Kovacic var að skora gegn sínum gömlu félögum en Robert Sanchez í marki Chelsea hefði mögulega átt að gera betur.
Nokkuð þægilegur sigur fyrir City sem fékk fá færi á sig en skapaði á sama tíma ekki mikið af færum fyrir framan mark Chelsea.