

Joe Gomez var ekki valinn í leikmannahóp Liverpool í gær sem spilaði við Ipswich í efstu deild Englands.
Allt bendir til þess að Gomez sé að kveðja Liverpool en hann er ekki inni í myndinni hjá Arne Slot, stjóra liðsins.
Slot tók við í sumar en Gomez er varnarmaður og getur spilað bæði í bakverði sem og í miðverði.
Miðað við nýjustu fregnir eru allar líkur á að Gomez sé að kveðja Liverpool en Newcastle og West Ham eru orðuð við hans þjónustu.
Gomez mun vilja sanna sig fyrir HM 2026 en hann vonast væntanlega til þess að vera hluti af enska landsliðshópnum.