

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur gefið í skyn að Joao Cancelo eigi enn möguleika á að spila undir hans stjórn í Manchester.
Cancelo hefur tvívegis verið lánaður frá City til bæði Barcelona og Bayern Munchen og stóð sig ágætlega.
Cancelo er 30 ára gamall bakvörður en hann hefur verið samningsbundinn City frá árinu 2019 eftir komu frá Juventus.
Samband hans og Guardiola er ekki talið vera gott en möguleiki er á að þeir hafi rætt saman og náð sáttum í sumar.
,,Hann fær að æfa með okkur. Við sjáum til, kannski verður hann áfram eða kannski verður hann lánaður annað,“ sagði Guardiola.
,,Ég veit það ekki ennþá. Hann æfir með okkur og er fagmannlegur og æfingasvæðinu. Hann elskar að spila fótbolta.“