

Það eru litlar sem engar líkur á að Cristiano Ronaldo sé að fara leggja skóna á hilluna í bráð að sögn Rio Ferdinand.
Ferdinand og Ronaldo léku saman með Manchester United á sínum tíma en sá síðarnefndi er í dag á mála hjá Al-Nassr í Sádi Arabíu.
Ronaldo er orðinn 39 ára gamall en Ferdinand segir að félagi sinn ætli að spila í allavega þrjú ár til viðbótar.
Ronaldo er einn besti sóknarmaður sögunnar og stefnir á að spila á HM 2026 með portúgalska landsliðinu.
,,Ég get ekki sagt of mikið en ég hef rætt aðeins við Cristiano á bakvið tjöldin og hann ætlar að spila eins lengi og hann vill,“ sagði Ferdinand.
,,Hann er ekki að fara neitt, ég var steinhissa þegar hann sagði þetta. Þið munið taka eftir þessu með tímanum en ég held að hann muni allavega spila í þrjú ár til viðbótar.“