

Mikel Merino færist nær Arsenal en liðið kaupir hann frá Real Sociedad á tæpar 30 milljónir punda.
Merino er spænskur miðjumaður en hann var hluti af spænska landsliðinu sem vann Evrópumótið í sumar.
Merino hefur verið hjá Sociedad í sex ár en hann lék eitt ár með Newcastle frá 2017 sem var honum afar erfitt.
Merino er 28 ára gamall en Mikel Arteta stjóri Arsenal hefur lagt áherslu á að styrkja miðsvæði sitt.
Búist er við að Merino komi inn sem djúpur miðjumaður og með Declan Rice og Martin Odegaard fyrir framan sig.
🚨🚨| JUST IN: Arsenal are CLOSING in on a £29.8m deal to sign Mikel Merino from Real Sociedad! 🔴🤝
[@TimesSport] pic.twitter.com/calLhe4CYt
— CentreGoals. (@centregoals) August 16, 2024